Tónlist sem fólk getur grenjað yfir

Mynd: RÚV / RÚV

Tónlist sem fólk getur grenjað yfir

11.10.2019 - 10:20
Söngkonan KARÍTAS gaf út sína fyrstu plötu, Songs 4 Crying, í lok september. Hún segir spennufallið hafa verið mikið enda platan búin að vera í um ár í bígerð.

Karítas er búin að syngja síðan hún var krakki en byrjaði í tónlistarsenunni sem plötusnúður, meðal annars fyrir Reykjavíkurdætur. Fljólega fór hún svo að syngja og rappa með þeim og eftir að hafa kynnst pródúsernum Dadykewl ákvað hún að fara að gefa sjálf út. 

„Ég ákvað að senda honum línu hvort hann væri til í að pródúsera fyrir mig og hann tók alveg óvenjulega vel í það miðað við það að hafa ekki heyrt mig syngja.“

Hún segir það næs að vera komin inn í senuna enda eitthvað sem hún hafi alltaf stefnt að. „Það er alltaf þetta markmið, skiptir ekki máli hvað maður er að gera á leiðinni, þetta verður allt þess virði.“

Við skelltum okkur út á róló með henni, ræddum tónlistina, hvernig það var að alast um með sjö systkinum og fórum auðvitað eina ferð í aparólunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reglulega skellum við á RÚV núll okkur út á róló með fersku fólki sem stefnir hátt og fáum að kynnast þeim betur.