Tölvuöryggi einstaklinga á Íslandi er bágborið ef marka má úttekt sem Kastljós gerði og sýnd verður í kvöld. Með einföldum hætti tókst manni á vegum Kastljóss að brjótast inn á netbeina heima hjá fólki og hlera umferðina á netinu og ná þannig bæði aðgangs og lykilorðum að tölvupóstum fólks.