Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Tölvuöryggi Íslendinga lítið

13.03.2012 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Tölvuöryggi einstaklinga á Íslandi er bágborið ef marka má úttekt sem Kastljós gerði og sýnd verður í kvöld. Með einföldum hætti tókst manni á vegum Kastljóss að brjótast inn á netbeina heima hjá fólki og hlera umferðina á netinu og ná þannig bæði aðgangs og lykilorðum að tölvupóstum fólks.

Furðu einfalt reyndist að ná stjórn á tölvum einstaklinga og þannig má gera nánast hvað sem er.

Þá reyndist útsendara Kastljóss auðvelt að komast inn í tölvu einstaklinga sem sátu á kaffihúsi, tengdir opnu þráðlausu neti. Það tók innan við hálftíma fyrir tölvusérfræðing Kastljóss að brjótast inn með þessu hætti.

Sérfræðingar sem rætt verður við í Kastljósi í kvöld segja að öryggisvarnir í fjölmörgum netbeinum sem heimili nota séu beinlínís lélegar og það sama á við um snjallsímana.