
Töluvert tjón vegna þurrka
Eiríkur segir mikið tjón hafa orðið vegna þurrkanna undanfarið. Mjög lítil spretta sé á túnum, þau séu orðin gul og mjög illa farin. Hingað til hafi ekki verið hægt að slá vegna grasleysis. „Við höfum alltaf verið háð veðurfarinu. Það ringdi mikið í apríl og þá ætlaði allt að fara á flot, svo komu kuldarnir og frost. Síðan bætast við þurrkar, þetta er hundleiðinlegt,“ segir Eiríkur.
Eiríkur hefur brugðið á það ráð að fá lánað vökvunarhjól hjá bróður sínum sem er með kartöflurækt á Seljavöllum, til að reyna bjarga einhverju. Einnig er hann farinn að huga að því fara sá rýgresi á einhverja hektara svo hægt verði að slá og fá eina uppskeru í haust.
„Það er bara þurrkur fram undan. Það er engin almennileg rigning og þegar það fer að rigna, þá rignir örugglega í mánuð. Veðurfarið er svo gjörbreytt, við erum að fá þessa löngu veðurkafla. Þetta er allt öðruvísi en það var,“ segir Eiríkur sem er þó bjartsýnn á að þetta bjargist fyrir lok sumars.