Tólf snjóflóð fyrir austan

10.02.2019 - 16:33
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Tólf snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn á Austfjörðum samkvæmt skrá Veðurstofunnar. Að sögn starfsmanns á snjóflóðavakt eru þetta lítil flóð efst í fjöllum, sem helst útivistarfólk á vélsleðum, í fjallgöngu eða á gönguskíðum þarf að varast.

Mikið hefur snjóað undanfarna sólarhringa fyrir austan í langvinnri norðaustan átt. Snjóflóð hafa fallið á vegi, t.a.m. í Hvalnesskriðum, en sú hefur þó ekki verið raunin síðasta sólarhring.

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi