Árleg selatalning fór fram á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í gær. Alls sáust 706 selir á um 100 kílómetra strandlengju sem starfsmenn Selaseturs Íslands og sjálfboðaliðar þræddu á einum degi. Þetta var í áttunda sinn sem selatalning fer fram en hún byggir helst á þátttöku sjálfboðaliða.