Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Tóku 3,3 tonn af kókaíni og 21 fanga

epa04919069 Director of the Colombian Police Rodolfo Palomino (R) participates in a press conference next to packages of cocaine seized by authorities in the cargo terminal at El Dorado airport, during a joint operation with Mexican authorities in Bogota,
Hvergi er framleitt meira kókaín en í Kólumbíu, og óvíða er haldlagt meira af því eitri en einmitt þar. Hér virða yfirmenn kólumbísku lögreglunnar fyrir sér hluta af tveimur tonnum af kókaíni sem gerð voru upptæk á El Dorado-flugvellinum í Bógóta 2015. Mynd: EPA - EFE
Lögregla í fimm Mið- og Suður-Ameríkulöndum lagði hald á 3,3 tonn af kókaíni og handtók 21 mann í víðtækri, samræmdri lögregluaðgerð í gær. Meirihluti kókaínsins átti að fara á markað í Mið-Ameríku og í Bandaríkjunum, að sögn kólumbískra lögregluyfirvalda, sem stjórnuðu aðgerðum í samvinnu við eiturlyfjadeild bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en stjórnvöld og lögregla í Gvatemala, Ekvador, Kosta Ríka og Panama tóku einnig þátt í aðgerðunum.

Mest var haldlagt í Kólumbíu, eða 856 kíló. Hvergi er framleitt meira af kókaíni en í Kólumbíu, og þar eru einnig ræktað meria af kókajurtinni en nokkurs staðar annars staðara í heiminum, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV