Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tók loforð af 700 börnum um að minnka tölvunotkun

Mynd: KSÍ / RÚV

Tók loforð af 700 börnum um að minnka tölvunotkun

09.12.2019 - 14:06
Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, ók hringinn í kringum landið í sumar og var með fótboltaæfingar í minni sveitarfélögum. Rætt var við Mola í þættinum Sögum af landi á Rás 1.

Hitti 700 börn

Á ferð sinni um landið hitti Moli 700 börn á öllum aldri en markmiðið var að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum. Knattspyrnusamband Íslands skipulagði verkefnið. 

Þórshöfn, Stokkseyri, Búðardalur, Kirkjubæjarklaustur og Kópasker eru meðal þeirra 33 staða sem Moli heimsótti á ferð sinni um landið. Að lokinni hverri æfingu ræddi Moli við krakkana um mikilvægi þess að hreyfa sig. 

„Ég skulda þeim ferð“

„Hver æfing var svona einn og hálfur, tveir tími og í restina var alltaf það sama. Það var tekið loforð af krökkunum um að þau myndu minnka tölvu- og símanotkun um helming. Þannig að ég skulda þeim ferð, í sumar um að koma þarna við aftur og athuga hvort að þetta loforð haldi ekki. Því loforðið var þannig að þau minnkuðu tölvuna og símann um helming og ég gaf þeim gjafir frá KSÍ.“

Hitti tilvonandi landsliðsmenn

Hann segist sannfærður um að hafa hitt fjölmarga tilvonandi landsliðsmenn á ferð sinni um landið. 

„Þetta voru 700 krakkar, ég skrifaði öll nöfnin niður og tók í höndina á öllum, bæði þegar ég kom og þegar ég fór. Ég á eftir að taka í höndina á þeim aftur á góðum stað.“

Viðtalið við Mola má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Margrét Lára: „Hefði átt að fresta mótinu“

Fótbolti

Skallabolti verður ekki bannaður börnum

Fótbolti

Viðurkenningar veittar á ársþingi KSÍ

Íþróttir

KSÍ vill skipta um gervigras