Togari Úthafsskipa gripinn í landhelgi í Senegal

17.12.2019 - 16:28
epa00128743 A Senegalese fishing trawler returns to harbour after a fishing tour, Dakar harbour, Senegal Tuesday, 03 February 2004. European-flagged ships are working in Senegal's waters under a four-year, 64 million-euro contract between the European Union and Senegal's government, which says the agreement brings in a steady stream of sorely needed cash. However local small scale fishermen complain that Western boats that have left depleted fishing grounds in the North Atlantic are now depleting African waters, leaving little for the locals.The Worldwide Fund for Nature has claimed that the European Union fishermen pose a threat to the fish stocks in Senegalese waters due to a desire to raise their catch by 60%. Senegalese fishermen claim they are earning on average 50 Euro cents a day if they are lucky and many days go bye without a catch.  EPA/NIC BOTHMA
 Mynd: EPA - RÚV
Senegalski sjóherinn færði aðfaranótt mánudags verksmiðjutogarann Navigator til hafnar í höfuðborginni Dakar vegna gruns um að togarinn hefði verið á veiðum undan ströndum landsins án leyfis. Þetta staðfestir sjóherinn í samtali við fréttastofu. Skipstjóri skipsins er íslenskur, samkvæmt upplýsingum fréttastofu en stærstur hluti áhafnarinnar er frá Máritaníu.

Ekki liggur fyrir hvenær skipinu verður leyft að snúa aftur til veiðar.   Ekki náðist í skipstjórann við vinnslu fréttarinnar.  Samkvæmt Marine Traffic er skipið enn í Dakar og hefur verið síðan í gær.

Skipstjórinn hefur ekki verið handtekinn en lagt var hald á vegabréf hans, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Útgerð skipsins má eiga von á sekt vegna málsins en ekki liggur fyrir hversu há hún verður.

Skipið er gert út af útgerðarfélaginu Úthafsskipum í Hafnarfirði en eigandi hennar er Haraldur Jónsson sem hefur oftast verið kenndur við Sjólaskip.  Framkvæmdastjóri hjá Úthafsskipum vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Í umfjöllun Bændablaðsins um miðjan mánuðinn kom fram að Úthafsskip gera út þrjú skip við Vestur-Afríku. Auk Navigator eru það verskmiðjutogararnir Victoria og Gloria. 

Navigator er annar togarinn með tengsl við Ísland sem er færður til hafnar í Afríku vegna gruns um ólöglegar veiðar. Nýverið var togarinn Heineste kyrrsetur í Namibíu en hann er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í. Íslenskur skipstjóri togarans var sakaður um að hafa siglt honum inn á lokað svæði.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi