Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tíu bestu jólalögin

Mynd með færslu
 Mynd: Wham

Tíu bestu jólalögin

25.12.2017 - 11:43

Höfundar

Álitsgjafar Rásar 2 klæddust jólahúfum og völdu bestu jólalögin á dögunum. Valin voru bæði bestu erlendu og íslensku jólalögin, en viðmiðið með þau íslensku var að þar væri að minnsta kosti íslenskur texti og íslenskur flytjandi, enda hefur fjöldi erlendra laga fest sig í sessi sem „íslensk“ jólalög.

Listi tilnefndra laga var fjölbreyttur eins og við var að búast, enda uppáhalds jólalögin oft tengd minningum, stemningu og mismunandi bakgrunni. Nokkur lög stóðu þó upp úr hvorum megin og hér má sjá fimm efstu lögin í valinu.


 

Erlend jólalög:

 


5.-6. sæti:

Tvö klassísk jólalög deildu 5.-6. sæti, enda í uppáhaldi víða. Margir hafa spreytt sig á The Christmas Song, en útgáfa Nat King Cole er sú sem hér komst á blað. Lagið er eftir Bob Wells og Mel Tormé. 


5.-6. sæti:

White Christmas með Bing Crosby er lag sem kemur mörgum í réttu jólastemninguna. Sígilt og dásamlegt á jólum, eftir Irving Berlin.


4. sæti:

Friðarboðskapur Johns Lennon hittir fólk í hjartastað á jólum. Textinn eftir John og Yoko Ono, en lagið vísar í gamla þjóðlega ballöðu Skewball. 


3. sæti:

Samsöngur allra helstu tónlistarstjarnanna árið 1984 til styrktar góðu málefni hefur fest sig í sessi sem eitt helsta jólalag samtímans. Eftir Bob Geldof og Midge Ure. 


2. sæti:

Óhefðbundið jólalag sem segir stórskemmtilega sögu og margir vilja meina að sé skemmtilegasta jólalag allra tíma. Eftir Jem Finer og Shane McGowan. 


1. sæti:

Dásamlegt lag sem lifir góðu lífi og hlaut langflest atkvæði í kjörinu um besta erlenda jólalagið. Lagið er eftir George Michael sem kvaddi á jóladag árið 2016. 


 

Íslensk jólalög/jólalög með íslenskum texta:

 


5. sæti:

Sigurlagið í Jólalagakeppni Rásar 2 frá árinu 2010 heillar marga og komst hér í 5. sætið. Lagið er eftir Örn Eldjárn en textinn er smíð Brother Grass. 


4. sæti:

Jólaplatan Nú stendur mikið til varð sígild um leið og hún kom út og fleiri en eitt lag af henni komust á blað, en þetta hlaut flest atkvæði þeirra. Lagið er erlent, en textinn eftir Braga Valdimar Skúlason. 


3. sæti:

Ragnhildur Gísladóttir leiðir Brunaliðið í litlu sætu jólalagi sem lætur fólki líða vel. Lag og texti eftir Magnús Kjartansson. 


2. sæti:

Eitt allra fallegasta íslenska jólalagið, lag sem færir frið í hjarta. Lag og texti eftir Magnús Eiríksson. 


1. sæti:

Jólaköttur Ingibjargar Þorbergs við ljóð Jóhannesar frá Kötlum, í flutningi Bjarkar hlaut flest atkvæði álitsgjafa. Rammíslenskt, þjóðlegt og einfaldlega dásamlegt. 


Það fór því svo að af fimm efstu lögunum í íslenska hluta þessa kjörs voru fjögur rammíslensk út í gegn, en eitt er erlent lag með íslenskum jólatexta. 

Gleðileg jól!

Álitsgjafar Rásar 2 eru tónlistaráhugafólk úr öllum áttum, blaðamenn, dagskrárgerðarfólk í útvarpi og sjónvarpi, tónlistarfólk og leikmenn, bæði konur og karlar á aldrinum 15-70 ára. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Tíu bestu ábreiðurnar

Tónlist

Bestu íslensku dægurlagatextarnir

Popptónlist

Tíu flottustu íslensku plötuumslögin

Popptónlist

Tíu bestu fyrstu plötur íslenskra poppara