Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tíu atriði um Brexit án samnings

09.04.2019 - 15:15
epa07493405 The EU flag (L) and Britain's Union Flag fly during a visit of Britain's Prime Minister May at the chancellery in Berlin, Germany, 09 April 2019. Britain's Prime Minister May and German Chancellor Merkel met for talks ahead of the upcoming special summit of EU leaders in Brussels on 10 April 2019.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bresk stjórnmál hafa síðustu mánuði, og jafnvel ár, snúist um fátt annað en Brexit. Eins og staðan er einmitt núna ganga Bretar úr Evrópusambandinu á föstudag án samnings. Líklegt er þó að það breytist á næstu dögum því Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara formlega fram á frest til júníloka á leiðtogafundi ESB í Brussel á morgun 10. apríl.

Fái May frestinn er þó ekki þar með sagt að samningslaust Brexit sé úr sögunni. Breska þingið hefur þrisvar sinnum hafnað samningnum sem May náði við ESB í lok nóvember. En hvað þýðir það ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið á samnings? Það er ómögulegt að segja nákvæmlega til um það hver áhrifin verða en hér eru 10 atriði gætu breyst við samningslaust Brexit.

1. Vöruúrval í matvöruverslunum

Um 30% þeirrar matvöru sem seld er í Bretlandi er flutt inn frá Evrópusambandsríkjum. Um 90% af káli og 80% af tómötum sem Bretar kaupa er innflutt.

2. Ferðalög innan Evrópu

Milljónir Breta ferðast á ESB-svæðinu ár hvert. Stjórnvöld í Bretlandi ráðleggja þeim sem hafa hug á slíkum ferðalögum eftir Brexit, hvenær sem það verður, að athuga hvort þau þurfi að gera ráðstafanir. Ekki þarf vegabréfsáritun innan Schengen nema fyrirhuguð dvöl sé lengri en þrír mánuðir.

 

epa02383044 The first new look UK passport was issued in London, Britain, 08 October, 2010. The new passport, which was unveiled in August, contains a number of enhanced security features to keep it from being replicated.  EPA/ANDY RAIN
 Mynd: EPA
Nýútgefin bresk vegabréf eru ekki lengur merkt ESB.

3. Framboð og verð á lyfjum

Verið er að reyna að tryggja sex vikna birgðir af lyfjum hið minnsta. Læknar hafa ráðlagt fólki að endurnýja lyfseðla með góðum fyrirvara. Lyfjaverð gæti hækkað.

4. Búseta Breta innan ESB

Um 1,3 milljónir Breta sem búa í Evrópusambandsríkjum þurfa að grípa til ráðstafana. Fyrsta skrefið er að skrá búsetu í viðkomandi ríki en reglur um það eru mismunandi á milli ríkja. Bresk stjórnvöld hafa sett upp sérstakar vefsíður með upplýsingum. Hér má finna upplýsingar fyrir Breta búsetta hér á landi. 

5. Búseta ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi

Tæpar fjórar milljónir ríkisborgara ESB-ríkja búa í Bretlandi. Þau þurfa að sama skapi að skrá sig í Bretlandi. Bresk stjórnvöld hafa þegar gert samning við ESB, Ísland, Noreg, Sviss og Liechtenstein um réttindi borgara til búsetu verði útgangan án samnings.

 

epaselect epa07493366 Britain's Prime Minister Theresa May (L) and German Chancellor Angela Merkel pose for photographers in the yard of the chancellery in Berlin, Germany, 09 April 2019. May and Merkel met for talks ahead of the upcoming special summit of EU leaders in Brussels on 10 April 2019.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA
May hitti Angelu Merkel í dag.

6. Verð á innfluttum vörum

Í dag þurfa bresk fyrirtæki ekki að greiða skatta eða aukatolla né heldur að tollskoða vörur frá Evrópusambandsríkjum. Þetta breytist allt saman við samningslaust Brexit. Innflutningur gæti orðið dýrari sem líklega skilar sér í hærra verði til neytenda.

7. Húsnæðisverð

Margir sérfræðingar eru sammála um að óvissan í kringum Brexit án samnings geri það að verkum að fólk haldi að sér höndum þegar kemur að kaupum og sölu á fasteignum. Samkvæmt Englandsbanka gæti húsnæðisverð lækkað um allt að 30%.

8. Gjöld fyrir farsímanotkun á ferðalagi

Reiki í Evrópu þýðir að greitt er sama verð fyrir notkun og gagnamagn í öllum löndum ESB/EES. Bretar gæti dottið út úr þessu samkomulagi þar sem evrópsk símafyrirtæki gætu ekki rukkað bresk símafyrirtæki fyrir þjónustu á sama hátt og áður.

epa07458678 A placard 'I will always love EU' during the 'Put it to the People' march in London, Britain, 23 March 2019. Hundreds of thousands of people take part in the protest calling for a referendum on the final Brexit deal.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA
Sumir Bretar syrgja Evrópusambandið.

9. Umferð

Aukin tollaskoðun gæti hægt á umferð á vissum svæðum og búið þannig til flöskuhálsa.

10. Staða námsmanna

Þátttaka Breta í Erasmus gæti verið í uppnámi, sérstaklega ef Bretar ganga úr ESB án samnings áður en gengið hefur verið frá skiptinámi næsta skólaárs. Þetta á jafnt við um Breta sem hyggja á skiptinám erlendis og nemendur sem ætla að stunda nám við breska skóla.

Hvað þýðir Brexit?

Brexit er nýtt orð sem var búið til um yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Það er sett saman úr ensku orðunum breskur og útganga (e. British exit). Þann 23. júní fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um það hvort Bretar ættu að segja skilið við ESB. Niðurstöðu kosninga; 52% sögðu já og 48% nei. Áætlaður útgöngudagur var 29. mars - nokkuð sem stóðst ekki og vandræðagangurinn í kringum Brexit hefur í raun orðið til þess að sniðugur Twitter- notandi sá sér leik á borði og bjó til sögn úr þessu nýyrði. Sögnina að „brexita“ sem þýðir: Þegar þú segist vera að fara heim úr partý en ferð ekki fet.