Tina Dickow og Helgi Hrafn

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Tina Dickow og Helgi Hrafn

25.10.2019 - 16:37

Höfundar

Danska tónlistarkonan Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson tónlistar-maðurinn hennar eru gestir Rokklands þessa vikuna.

Tina er súperstjarna í heimalandinu Danmörku, hefur komið næstum öllum plötunum sínum í fyrsta sæti danska vinsældalistans, og þær eru orðnar 11. Hún túrar um allan heim og það er allstaðar fullt, og hún er að spila á stórum stöðum. Hún hefur um árabil stýrt sinni eigin plöuútgáfu og gefið plöturnar sínar út sjálf. Hún er sinn eigin herra. Tina sendi síðast frá sér plötu í fyrra, plötuna Fastland.

Það sem er helst að frétta af henni Tinu Dickow er að hún býr á Seltjarnarnesinu með Helga Hrafni manninum sínum og börnunum þeirra þremur, og hún verður með tónleika í Þjóðleikhúsinu fallega þriðjudagskvöldið 5. nóvember og þeir verða teknir upp fyrir Rás 2.

Tina Dickow er meðal þekktustu tónlistarmanna Danmerkur og nýtur mikilla vinsælda og virðingar sem lagahöfundur og söngkona. Hún hefur búið á Íslandi í tæplega átta ár, en enn sem komið er hafa ekki gefist mörg tækifæri á að sjá hana á sviði hér á landi. Í Danmörku og Þýskalandi fyllir hún stærstu tónleikahallir og tónleikar Tinu í Þjóðleikhúsinu eru því kærkomið tækifæri á að upplifa hana í mikilli nánd. Hún er listamaður með mjög breitt svið af fallegum lögum, uppfull af grípandi frásögnum og laglínum. Hún mun koma fram með kvartett sínum, ásamt Helga Hrafni. Dennis Ahlgren og Marianne Lewandowski, en Þau tvö síðastnefndur koma bæði frá heimabæ Tinu, Árósum.

Þau Helgi og Tina sátu með umsjónarmanni og Einari Sigurðssyni hljóðmanni í stúdíó 12 í vikunni sem leið, spiluðu lög og sögðu frá lífinu og tilverunni.

Tengdar fréttir

Tónlist

Of Monsters and Men og lífið og tilveran..

Tónlist

Ellen Kristjáns seinni hluti

Tónlist

Ellen Kristjáns