Tilviljanir eða samsæri í Söngvakeppninni?

Mynd: RÚV / RÚV

Tilviljanir eða samsæri í Söngvakeppninni?

14.02.2020 - 20:30

Höfundar

Það er kemur ýmislegt forvitnilegt upp úr dúrnum þegar tengsl Hildar Völu, sem keppir í undanúrslitum Söngvakeppninnar annað kvöld, eru skoðuð. Það voru nefnilega ekki bara flókin ættartré í Ófærð tvö, það er svipað uppi á teningnum þegar Söngvakeppnin í ár er skoðuð sem rekja má aftur til ársins 2005 þegar Hildur tók þótt í Idol stjörnuleit.

Hildur Vala Einarsdóttir, sem tekur þátt í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar annað kvöld, hefur áður keppt í söng því eins og margir landsmenn muna var hún var kjörin Idol-stjarna Íslands árið 2005. „Ég álpaðist í Idol-keppnina á sínum tíma því það lá ekki beint við að ég færi að keppa í söng í sjónvarpsþætti því ég var algjörlega blaut á bak við eyrun í tónlist. Það er mjög fyndið að ég hafi unnið. Ég labbaði þarna inn því mér fannst gaman að syngja en allir létu við mann eins og maður væri bara stjarna. Þá kynnist ég Jóni eiginmanni mínum þannig að ég er svo þakklát fyrir að hafa farið í þessa keppni og unnið hana,“ segir hún.

Skoðum nú sturlaðar staðreyndir sem leiða ein af annarri. Hildur Vala er gift Jóni Ólafs sem semur lagið Fellybyl með henni.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jón Ólafssn

Birgir Steinn semur tvö lög með Ragnari Má Jónssyni en Birgir er sonur Stefáns Hilmarssonar sem á einn texta í keppninni.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
„Strýkur mér um vangann - Nína“

Stefán söng eftiminnilega lagið um Nínu með Eyva í Róm árið 1991 og þá var Jón Ólafs úti með þeim, tónlistarstjóri fyrir Íslands hönd. Lagið Nína, eða Draumur um Nínu, ber síðan sama nafn og annar keppandi í ár, Nína Dagbjört. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Nína Dagbjört

Jón Ólafsson, maður Hildar Völu og vinur Stefáns Hilmarssonar samdi lagið Líf. Pabbi Birgis, Stefán Hilmas, samdi textann við Líf þegar Birgir fæddist. Til að kóróna þetta allt þá söng Hildur Vala lagið Líf í lokaþætti Idol stjörnuleitar og í fermingarveislu téðs Birgis. Tilviljanir eða samsæri?

 

Fjallað var nánar um Hildi Völu og aðra keppendur Söngvakeppninnar í þættinum #12stig sem var á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 19:45.

Tengdar fréttir

Popptónlist

„Ég ætlaði aldrei að koma aftur að þessu“

Popptónlist

„Þetta lag minnir mig á mömmu“