Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tilnefningar til Óskarsins kynntar í dag

Mynd með færslu
 Mynd:

Tilnefningar til Óskarsins kynntar í dag

13.01.2020 - 10:43

Höfundar

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2020 verða kynntar í dag klukkan 13.20 að íslenskum tíma. Þau John Cho og Issa Rae kynna tilnefningarnar sem verða sýndar í beinni á RÚV.is

Augu flestra Íslendinga verða væntanlega á flokknum ‚frumsamin tónlist‘ enda allar líkur á því að Hildur Guðnadóttir tónskáld verði þar tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

Hildur hlaut í síðustu viku Golden Globe-verðlaunin, sem eru einn af hápunktunum á verðlaunatímabili Hollywood. Hún hlaut í sömu viku tilnefningu til Bafta-verðlaunanna bresku og í nótt bárust fréttir af því að hún hefði hlotið gagnrýnendaverðlaunin Critic's Choice fyrir tónlistina í Joker.

Joker er af mörgum talin líkleg til að fá tilnefningar í nokkrum af helstu flokkum Óskarsverðlaunanna, sem besta kvikmynd, fyrir leik í aðalhlutverki og fyrir aðlagað handrit svo dæmi séu nefnd. Búist er við að myndirnar 1917, í leikstjórn Sam Mendes, The Irishman, í leikstjórn Martins Scorcese, og Once Upon a Time in Hollywood, í leikstjórn Quentins Tarantino, verði fyrirferðarmestar í ár.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður ársins hjá Grapevine

Tónlist

Hildur tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna

Kvikmyndir

Sögulegur sigur Hildar á Golden Globe

Menningarefni

Hildur hlaut Golden Globe fyrir Joker