Tilnefningar til Óskarsins kynntar í dag

epa03116767 A woman grabs an Oscar statuette during the opening of the Academy of Motion Picture Arts and Sciences 'Meet the Oscars, Grand Central' at Vanderbilt Hall in Grand Central Terminal in New York, New York, USA, 22 February 2012.
 Mynd: EPA

Tilnefningar til Óskarsins kynntar í dag

22.01.2019 - 11:18

Höfundar

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2019 verða kynntar í dag klukkan 13.20 að íslenskum tíma. Þau Kumail Nanjiani og Tracee Ellis Ross kynna tilnefningarnar. Sýnt verður beint frá athöfninni á vef ruv.

 

Búist er við að mynd Bradleys Cooper, A Star is Born, fái tilnefningu sem Besta myndin og myndin The Favurite fái fjölda tilnefninga, einkum fyrir besta leik. Þá verður spennandi að sjá hvernig Bohemian Rhapsody vegnar, eftir ágætis frammistöðu á Golden Globe og breska blaðið Independent segir að myndin Vice, þar sem Christian Bale leikur Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna geti komið sterk inn.