Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tilnefningar til Maístjörnunnar kynntar

Mynd með færslu
 Mynd: Ólafur J. Engilbertsson - rsi.is

Tilnefningar til Maístjörnunnar kynntar

24.04.2018 - 18:48

Höfundar

Maístjarnan er sértæk ljóðabókaverðlaun sem ætlað er að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Fimm bækur eftir jafn mörg skáld hlutu tilnefningu í dag en verðlaunað er fyrir ljóðabók sem er útgefin árið 2017.

Tilnefningarnar voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag og eru svo hljóðandi:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída (Benedikt bókaútgáfa)
Elísabet Kristín Jökulsdóttir – Dauðinn í veiðarfæraskúrnum (Viti menn)
Eydís Blöndal – Án tillits (Eydís Blöndal)
Jónas Reynir Gunnarsson – Stór olíuskip (Partus)
Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum (JPV útgáfa)

Dómnefnd skipa Magnea J. Matthíasdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Rannver H. Hannesson fyrir hönd Landsbókasafnsins. Verðlaunin eru verðlaunafé að upphæð 350 þúsund krónur og verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni á degi ljóðsins, 18. maí.

Ljósmyndin með fréttinni er fengin af vef Rithöfundasambandsins. Ljósmyndari er Ólafur J. Engilbertsson.