Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tilnefningar til Edduverðlauna 2020

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Tilnefningar til Edduverðlauna 2020

06.03.2020 - 10:00

Höfundar

Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin verða veitt þann 20. mars næstkomandi í Origohöllinni. Verðlaun eru veitt í 26 flokkum og nú hefur verið tilkynnt um hverjir hljóta tilnefningar að þessu sinni.

Tilkynningar bárust á hálftíma fresti í dag um hvaða sjónvarps- og kvikmyndaverk hljóta Edduverðlaun í ár.  Alls er tilnefnt í 26 flokkum en einnig verða veitt heiðursverðlaun og verðlaun fyrir sjónvarpsefni ársins sem verður valið í opinni kosningu. Kosningin hefst á mánudag og fer fram á RÚV.is.

Edduverðlaunin eru á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem var stofnuð árið 1999 og er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu til að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans.

Tilnefningar eru eftirfarandi:


Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Búningar ársins:

 • Helga Rós V. Hannam - Ófærð 2
 • Margrét Einarsdóttir - Goðheimar
 • Rebekka Jónsdóttir - Pabbahelgar

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Klipping ársins:

 • Julius Krebs Damsbo - Hvítur, Hvítur dagur
 • Kristján Loðmfjörð og Valdís Óskarsdóttir - End of Sentence
 • Kristján Loðmfjörð og Lína Thoroddsen - Agnes Joy
 • Logi Ingimarsson - Eden
 • Stefanía Thors - Vesalings Elskendur

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Leikmynd ársins:

 • Atli Geir Grétarsson - Arctic
 • Bjarni Sigurbjörnsson - Héraðið
 • Hulda Helgadóttir - Hvítur, Hvítur Dagur

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Tónlist ársins:

 • Davíð Berndsen - Þorsti
 • Edmund Finnis - Hvítur, Hvítur Dagur
 • Gísli Galdur Þorgeirsson - Pabbahelgar
 • Jófríður Ákadóttir - Agnes Joy
 • Kira Kira - Tryggð

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Barna- og unglingaefni ársins:

 • Goðheimar - Netop Films og Profile Pictures
 • Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland - Skrítla og Stöð 2
 • Sögur, Söguspilið - RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Gervi ársins:

 • Áslaug Dröfn Sigurðardóttir - Ófærð 2
 • Kristín Júlla Kristjánsdóttir - Goðheimar
 • Ragna Fossberg - Arctic

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Íþróttaefni ársins:

 • Dominos Körfuboltakvöld - Stöð 2 Sport
 • Heimsleikarnir - Seres Hugverksmiðja fyrir RÚV
 • HM Stofan (HM Kvenna í Fótbolta) - RÚV
 • Íþróttaannálar Stöðvar 2 Sport - Stöð 2 Sport
 • Undankeppni EM Karla í Fótbolta - RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Leikstjóri ársins:

 • Grímur Hákonarson - Héraðið
 • Hlynur Pálmason - Hvítur, Hvítur Dagur
 • Nanna Kristín Magnúsdóttir og Magnús Þórsson - Pabbahelgar
 • Rúnar Rúnarsson - Bergmál
 • Silja Hauksdóttir - Agnes Joy

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Brellur ársins:

 • Can Film, Gustav Törnroth, RGB, Jón Már Gunnarsson - Hvítur, Hvítur Dagur
 • Pétur Karlsson, Eva Sólveig Þórðardóttir, Haukur Karlsson - Ófærð 2
 • Sigurgeir Arinbjarnarson - Pabbahelgar

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Frétta- og/eða viðtalsþáttur:

 • Hvað höfum við gert? - Sagafilm
 • Kveikur - RÚV
 • Leitin að upprunanum - Stöð 2

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Kvikmyndataka ársins:

 • Maria Von Hausswolff - Hvítur, Hvítur Dagur
 • Sophia Olsson - Bergmál
 • Tómas Örn Tómasson - Arctic

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Mannlífsþáttur ársins:

 • Kokkaflakk II - Skot Productions
 • Lifum Lengur - H.M.S. Productions
 • Nörd í Reykjavík - Ofvitinn fyrir RÚV
 • Svona Fólk - Krumma Films
 • Veröld sem var - RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Menningarþáttur ársins:

 • Framkoma - Glassriver
 • Fyrir alla muni - Republik
 • Kiljan - RÚV
 • Með okkar augum - Seres hugverksmiðja fyrir RÚV
 • Víkingur Heiðar leikur Bach - RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Handrit ársins:

 • Hlynur Pálmason - Hvítur, Hvítur Dagur
 • Nanna Kristín Magnúsdóttir, Huldar Breiðfjörð og Sólveig Jónsdóttir - Pabbahelgar
 • Silja Hauksdóttir, Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir - Agnes Joy

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Heimildarmynd ársins:

 • Ég er einfaldur maður - Ég heiti Gleb - Hugo Film, Maður og Kona, Ljósop
 • Flórídafanginn - Kvikmyndagerð
 • Kaf - Akkeri Films
 • Síðasta Haustið - Biti Aptan Bæði/Akkeri Films
 • Vasulka áhrifin - Sagafilm og Krummafilms

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Hljóð ársins:

 • Gunnar Árnason - Agnes Joy
 • Kjartan Kjartansson - End of Sentence
 • Lars Havorsen - Hvítur, Hvítur Dagur

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Sjónvarpsmaður ársins:

 • Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir - Ísskápastríð
 • Guðrún Sóley Gestsdóttir - Sporið, Menningin
 • Helgi Seljan - Kveikur
 • Sigrún Ósk Kristjánsdóttir - Leitin að upprunanum, Allir geta dansað 
 • Steiney Skúladóttir - Heilabrot

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Stuttmynd ársins:

 • Blaðberinn - Hero Productions Iceland
 • Móðurást - Selsvör Kvikmyndagerð
 • Wilma - Reykjavík Rocket

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Leikari ársins í aukahlutverki:

 • Björn Hlynur Haraldsson - Agnes Joy
 • Hilmir Snær Guðnason - Hvítur, Hvítur Dagur
 • Hinrik Ólafsson - Héraðið
 • Jóel Ingi Sæmundsson - Vesalings Elskendur
 • Þorsteinn Bachmann - Agnes Joy

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Leikkona ársins í aukahlutverki:

 • Donna Cruz - Agnes Joy
 • Ída Mekkín Hlynsdóttir - Hvítur, Hvítur Dagur
 • Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir - Pabbahelgar
 • Sólveig Arnarsdóttir - Ófærð 2
 • Unnur Ösp Stefánsdóttir - Ófærð 2

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Skemmtiþáttur ársins: 

 • Allir geta dansað - RVK Studios og Stöð 2
 • Áramótaskaup 2019 - Republik
 • Ísskápastríð - Stöð 2
 • Kappsmál - Skot fyrir RÚV
 • Vikan með Gísla Marteini - RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Upptöku- eða útsendingastjórn:

 • Björgvin Harðarson - Allir geta dansað
 • Björgvin Harðarson - Mugison í beinni
 • Salóme Þorkelsdóttir og Gísli Berg - Söngvakeppnin 2019
 • Vilhjálmur Siggeirsson - Undankeppni EM Karla í fótbolta
 • Þór Freysson - Helgi Björns Afmæli í Höllinni

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Kvikmynd ársins:

 • Agnes Joy - Vintage Pictures
 • Hvítur, Hvítur Dagur - Join Motion Pictures
 • Bergmál - Pegasus og Nimbus Islands

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Leikari ársins í aðalhlutverki:

 • Björn Thors - Vesalings Elskendur
 • Ingvar E. Sigurðsson - Hvítur, Hvítur Dagur
 • Sveinn Ólafur Gunnarsson - Pabbahelgar

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Leikið sjónvarpsefni ársins:

 • Ófærð 2 - RVK Studios
 • Pabbahelgar - Zik Zak og Cubs Production
 • Venjulegt fólk 2 - Glassriver

Mynd með færslu
 Mynd: - - Eddan

Leikkona ársins í aðalhlutverki:

 • Arndís Hrönn Egilsdóttir - Héraðið
 • Katla Margrét Þorgeirsdóttir - Agnes Joy
 • Nanna Kristín Magnúsdóttir - Pabbahelgar

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Tilnefningar til Eddunnar kynntar í dag