Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tilnefningar til Eddunnar kynntar í dag

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tilnefningar til Eddunnar kynntar í dag

06.03.2020 - 07:54

Höfundar

Tilnefningar til Edduverðlaunanna verða kynntar á RÚV.is í dag. Verðlaunahátíðin fer fram 20. mars.

Hægt verður að fylgjast með afhjúpun tilnefninga til Edduverðlaunanna 2020 á RÚV.is frá klukkan 10:00 til 12:30 í dag. Tilkynnt verður á hálftíma fresti hvaða sjónvarps- og kvikmyndaverk keppa um verðlaunin í ár.

Tilnefnt verður í 26 flokkum auk heiðursverðlauna og sjónvarpsefnis ársins. Val á sjónvarpsefni ársins fer fram í opinni kosningu á RÚV.is sem hefst á mánudag 9. mars.

Edduverðlaunahátíðin í ár verður haldin í Origohöllinni, Valsheimilinu Hlíðarenda 20. mars.

Edduverðlaunin eru á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem var stofnuð árið 1999 og er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu til að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans.

 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

„Göngum afturábak til framtíðar“

Menningarefni

Kona fer í stríð fékk 10 Eddur

Sjónvarp

„Þú verður aldrei listamaður, Egill"

Sjónvarp

„Drullast til að gera eitthvað“