Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Tilnefndur til BAFTA verðlaunanna

Mynd með færslu
 Mynd:

Tilnefndur til BAFTA verðlaunanna

24.03.2014 - 12:09
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til BAFTA verðlaunanna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.

Þættirnir slógu í gegn í Bretlandi og víðar. Vinsældirnar voru slíkar að ákveðið hefur verið að taka upp framhald af þeim á þessu ári. Alls eru Broadchurch þættirnir og aðstandendur þeirra tilnefndir til fimm BAFTA-verðlauna, meðal annars fyrir leikstjórn og handrit auk tónlistarinnar. Verðlaunin verða afhent í Lundúnum 28. apríl.