Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Tillögur um lægri húshitunarkostnað

Mynd með færslu
 Mynd:
Nærri ári eftir að tillögur um hvernig lækka megi húshitunarkostnað þeirra sem búa á svokölluðum köldum svæðum er enn beðið viðbragða frá stjórnvöldum. Þetta kemur fram í grein sem bæjarstjórarnir á Hornafirði, Snæfellsbæ og Súðavík, rita sameiginlega í Morgunblaðið í dag.

Þar kemur fram að í kjölfar fundar ríkisstjórnarinnar á Vestfjörðum fyrir rúmu ári, hafi verið sett á laggirnar nefnd til að fjalla um málið. Hún hafi skilað niðurstöðu í desember en eins og áður sagði hafi stjórnvöld enn engu svarað. Vonir standi þó til að úr því verði bætt á næstunni.