Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Tífalt fleiri flóttamenn væri nær lagi

29.08.2015 - 13:25
Mynd með færslu
 Mynd: Elín Hirst
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda, um að taka við 50 flóttamönnum. Hún telur að tífaldur sá fjöldi væri nær lagi. Þetta segir hún í stöðuuppfærslu á Facebook.

„Hundruð ef ekki þúsundir láta lífið. Börn drukkna daglega eða kafna aftan í loftlausum vöruflutningabíl á hraðbraut í Austurríki. Mér finnst framlag íslenskra stjórnvalda sem hafa tilkynnt að við munum taka við 50 flóttamönnum alltof rýrt og eiginlega til skamar fyrir okkur sem þjóð. Kannski væri tíföld sú tala nær lagi," segir Elín í stöðuuppfærslunni.  

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV