Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tiana Ósk setti Íslandsmet í 60m hlaupi

Fagna ÍR-ingar í Borgarnesi í dag? - Mynd: Steingrímur Dúi Másson / RÚV

Tiana Ósk setti Íslandsmet í 60m hlaupi

20.01.2018 - 16:07
Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum stendur nú yfir í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Íslandsmet fullorðinna í 60 metra hlaupi kvenna féll nú áðan.

Í úrslitahlaupinu varð einvígi þáverandi Íslandsmethafa, Hrafnhildar Eirar Hermóðsdóttur, og Tiönu Óskar Whitworth en báðar keppa þær fyrir ÍR.

Tiana Ósk hljóp eins og vindurinn og kom talsvert á undan Hrafnhildi Eir í mark. Tiana hljóp á 7,47 sekúndum og setti um leið Íslandsmet. Met Hrafnhildar Eirar var 7,50 sekúndur og því bætti Tiana metið um þrjá hundruðustu úr sekúndu.