Þýskur morðingi fær að „gleymast“ á netinu

27.11.2019 - 21:12
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Þýskur maður sem var dæmdur fyrir morð árið 1982 á rétt á því að óska eftir að nafn hans verði fjarlægt úr umfjöllun á netinu, samkvæmt úrskurði hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag.

Maðurinn fékk lífstíðardóm fyrir að myrða tvær manneskjur um borð í snekkju. Hann var laus úr fanglesi árið 2002, tuttugu árum síðar. Hann vildi koma í veg fyrir það að ættarnafn hans verði bendlað við glæpinn og höfðaði þess vegna mál fyrir dómstólum þar sem reyndi á persónuverndarlög og réttinn til þess að gleymast. Í vissum tilvikum getur fólk átt rétt á því að persónuupplýsingum um það sé eytt, til dæmis ef þær eru ekki lengur nauðsynlega í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað. Héraðsdómstóll vísaði málinu frá 2012 og í rökstuðningi segir að friðhelgi einkalífsins vegi ekki þyngra en almannahagsmunir og fjölmiðlafrelsi. Hæstiréttur snéri þessari ákvörðun við og verður málið nú tekið aftur fyrir í héraðsdómi. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi