Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Þyrla sótti alvarlega slasaðan mann

22.05.2012 - 15:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag erlendan ferðamann sem slasaðist alvarlega í bílveltu í Saurbæ í Dölum.

Maðurinn var einn í bílnum þegar hann missti stjórn á honum í lausamöl í hádeginu í dag. Bílveltan uppgötvaðist fljótlega frá sveitabæ í nágrenninu og var strax kallað á lögreglu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi.