Þúsundir í neyðarskýlum um jólin vegna fellibyls

25.12.2019 - 12:21
epa08089585 Villagers walk around a cargo ship washed ashore and a damaged home on Christmas day in the typhoon-hit city of Ormoc, Philippines, 25 December 2019. Typhoon Phanfone, (locally known as Ursula), made landfall in the Philippines with sustained winds of up to 150 kilometers per hour and caused cancellation at airports, seaports, and bus stations, affecting thousands of travelers on Christmas eve. Christmas is one of the busiest times of the year in the country, an archipelago made up of more than 7,000 islands with a population that is mostly Catholic.  EPA-EFE/ROBERT DEJON
Þetta flutningaskip rak á land og á hús í fellibylnum Phanfone í dag. Mynd: EPA-EFE - EPA
Fellibylurinn Phanfone raskar jólahaldi hjá þúsundum Filippseyinga. Yfir sextán þúsund manns þurftu að gista í neyðarskýlum í nótt. Meirihluti Filippseyinga eru kaþólikkar og því ætluðu margir að vera á faraldsfæti þessa dagana og fagna jólum með ástvinum. Fellibylurinn reið yfir miðbik eyjanna í gær með þeim afleiðingum að fjöldi húsa skemmdist og tré rifnuðu upp með rótum. Þá er víða rafmagnslaust.

Ekki er vitað til þess að neinn hafi farist en björgunarsveitir eiga enn eftir að fara á afskekktustu svæðin þar sem flóð ná fólki í herðar. Þúsundir urðu strand við hafnir þar sem ferjusamgöngur hafa fallið niður. Flugsamgöngur hafa líka raskast. Sextán þúsund manns gistu í nótt í neyðarskýlum í skólum, íþróttahúsum og byggingum í eigu ríkisins.

epa08089779 Villagers clear debris in the typhoon-hit city of Ormoc, Philippines, 25 December 2019. Typhoon Phanfone, (locally known as Ursula), made landfall in the Philippines with sustained winds of up to 150 kilometers per hour and caused cancellation at airports, seaports, and bus stations, affecting thousands of travelers on Christmas Eve. Christmas is one of the busiest times of the year in the country, an archipelago made up of more than 7,000 islands with a population that is mostly Catholic.  EPA-EFE/ROBERT DEJON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Í borginni Ormoc í morgun.

Það bætti í vindinn í nótt og voru vindhviður allt að hundrað níutíu og fimm kílómetrar á klukkustund. Því er spáð að fellibylurinn skelli á fleiri eyjum í dag og fari svo út á Suður-Kínahaf snemma í fyrramálið. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi