Þúsundir hafa dáið úr mislingum í Kongó

08.01.2020 - 09:38
epa06333052 A medical staff prepares Japanese encephalitis vaccine to inject at a school in Yangon, Myanmar, 16 November 2017. Myanmar Ministry of Health starts the nationwide vaccination programme which 14 million children aged from 9 months to 15 years will be vaccinated against Japanese encephalitis.  EPA-EFE/LYNN BO BO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin óskar eftir auknum framlögum til baráttunnar gegn mislingum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Um 310.000 hafa greinst þar með mislinga frá upphafi árs í fyrra, meira en 6.000 hafa látist úr sjúkdómnum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur haft samstarf við yfirvöld í landinu við að bólusetja fólk gegn mislingum en stefnt er að því að bólusetja meira en 18 milljónir barna yngri en fimm ára. Stríðsátök torvelda það verkefni.

Fleiri hafa dáið úr mislingum en ebólu í Kongó undanfarið ár en ríflega 2.200 hafa dáið úr ebólu síðan sjúkdómurinn blossaði þar upp að nýju í ágúst 2018.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi