Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Þuríður sækist ekki eftir endurkjöri

11.09.2012 - 10:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Þuríður Backman, þingmaður Vinstri grænna, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum næsta vor. Hún tilkynnti þingflokki VG þetta í gær.

Þuríður hefur setið á þingi í þrettán ár en hún var fyrst kjörin þingmaður fyrir austurlandskjördæmi árið 1999 en situr nú sem þingmaður VG í norðausturkjördæmi

Atli Gíslason, sem nú situr á þingi utan flokka, hyggst heldur ekki gefa kost á sér að nýju í næstu kosningum. Hann var kosinn á þing 2009 fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð.

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal og Ásbjörn Óttarsson, hafa einnig tilkynnt að þau muni hverfa af þingi fyrir næstu kosningar.