Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Þurfti að kaupa búnað í skyndi

27.09.2011 - 12:13
Vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar vill Ríkislögreglustjóri koma því á framfæri að hann sé sammála því að innkaup eigi að bjóða út eða leita tilboða í samræmi við lög um opinber innkaup. Hinsvegar hafi kaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna verið skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins.

Ómögulegt hafi verið að láta útboð fara fram undir þeim kringustæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu.

Ríkislögreglustjóri hafi ákveðið, að höfðu samráði við dómsmálaráðherra, að leita allra leiða til að afla nauðsynlegs öryggis- og varnarbúnaðar fyrir lögregluna.