Þungunarrof ekki lengur refsivert á Nýja Sjálandi

18.03.2020 - 09:25
epa08194102 Andrew Little, Treaty of Waitangi Negotiations Minister, attends a New Zealand Navy parade prior to Waitangi Day in Waitangi, New Zealand, 05 February 2020. Waitangi Day, the national day of New Zealand, commemorates the 06 February, 1840, signing of the Treaty of Waitangi between the British Crown and Maori chiefs. It is part the frame work for political relations between New Zealand's government and the Maori population.  EPA-EFE/DAVID ROWLAND AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja Sjálands. Mynd: EPA-EFE - AAP
Meirihluti þingsins á Nýja Sjálandi samþykkti í morgun breytingar á lögum þannig að þungunarrof verður ekki lengur refsivert. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja Sjálands, segir þetta mikið framfaraskref og tryggja sjálfsákvörðunarrétt kvenna í þessum málum.

Þrátt fyrir frjálslynda ímynd Nýja Sjálands giltu þar lög frá 1961 sem fólu í sér að þungunarrof væri refsivert athæfi að viðlagðri allt að fjórtán ára fangelsisvist fyrir brot á þeim lögum.

Þótt lögunum hafi aldrei verið beitt og engri konu refsað segir dómsmálaráðherrann að breytinga hafi verið þörf. Framvegis heyri þessi mál ekki undir refsilöggjöfina heldur heilbrigðismál.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi