Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrýst á Ítali að hleypa flóttafólki í land

epa07676745 A handout photo made available by Sea-Watch on 27 June 2019 shows an aerial view of the Sea-Watch 3 vessel during a rescue operation at sea in the Mediterranean, 12 June 2019. Migrant rescue ship Sea-Watch 3, despite the threat of a fine by the Italian government, decided on 26 June 2019 to enter Italian territorial waters near the island of Lampedusa with dozens of migrants on board waiting to disembark.  EPA-EFE/SEA-WATCH HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - SEA-WATCH
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þrýsta nú mjög á ítölsk stjórnvöld um að hleypa flóttafólki um borð í þýska björgunarskipinu Sea Watch 3 í land.

Alþjóðalög trompa ítalskar tilskipanir

Skipstjóri björgunarskipsins sigldi inn í ítalska lögsögu á miðvikudag með 42 flóttamenn sem bjargað var undan Líbíuströndum um borð. Sagði hún ástandið á flóttafólkinu orðið svo bágt að hún væri nauðbeygð til að hundsa tilskipun ítalska innanríkisráðherrans, Matteos Salvinis, sem bannar slíka fólksflutninga að viðlögðum háum sektum. Ákvæði alþjóðlegra siglingalaga og hafréttarsáttmála um aðstoð við fólk í hafsnauð, sagði hún, hlyti að vega þyngra en tilskipun ítalsks ráðherra.

Björgun fólks í sjávarháska hefð og skylda

Charlie Yaxley, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, tekur undir þetta. „Björgun fólks í sjávarháska er aldagömul hefð, og hún er skylda samkvæmt alþjóðlegurm hafrétti. Björgunarskip frjálsra félagasamtaka hafa bjargað þúsundum mannslífa á Miðjarðarhafinu á síðustu árum,“ segir Yaxley.

Dimitris Avramopoulos, yfirmaður málefna flótta- og förufólks hjá Evrópusambandinu, segir í yfirlýsingu að lausn fáist ekki á máli flóttafólksins um borð í Sea Watch 3 fyrr en það kemst í öruggt skjól með fast land undir fótum.

Skipið hefur nú lónað utan við höfnina á ítölsku eyjunni Lampedusa síðan á miðvikudagskvöld, en ítalska strandgæslan hefur hindrað það í að sigla í höfn. Ekkert annað ríki hefur boðist til að taka við flóttafólkinu, sem verið hefur um borð í Sea Watch 3 síðan 12. júní.