Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Þrumur og eldingar yfir Bláfjöllum

24.01.2016 - 16:19
Skíðabrekka í Bláfjöllum eftir myrkur.
 Mynd: RÚV
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu varir við þrumur og eldingar yfir borginni seinni partinn í dag. Skúraklakkar eru yfir Bláfjöllum, Hellisheiði og Reykjanesinu og loftið óstöðugt. Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands má búast við frekara þrumuveðri fram eftir degi.

Það kólnar á morgun með sunnan og suðvestan tíu til átján metrum á sekúndum og skúrum í fyrstu, en síðar él. Þurrt og bjart verður um landið norðaustanvert. Annað kvöld dregur lítillega úr vindi og verður hiti þá um eða rétt yfir frostmarki.

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður