Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Þrjú kynferðisbrot í Eyjum

04.08.2015 - 12:22
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Eyrún Björg Jónsdóttir verkefnisstjóri neyðarmótökunnar segir að þrjár ungar konur hafi komið á móttökuna. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum vill ekki staðfesta að lögreglu hafi verið tilkynnt um kynferðisbrot, en segir að upplýsingar um störf lögreglunnar á Þjóðhátið og tölur um afbrot, verði birtar í dag eða á morgun.

Eyrún Björg Jónsdóttir segir að öll kynferðisbrot séu alvarleg, en það sé undir þolendum komið hvort þau verði kærð. Hún segir að reynsla undanfarinna ára sýni að liðið geta nokkrir dagar frá broti þar til þolendur leiti til neyðarmóttökunnar.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enginn hefði leitað aðstoðar samtakanna vegna verslunarmannahelgarinnar hingað til, en liðið geti margir dagar, mánuðir og jafnvel ár frá broti, þar til þolendur óski aðstoðar.

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV