Þrjátíu persónur, einn leikari

Mynd:  / 

Þrjátíu persónur, einn leikari

01.03.2019 - 11:09
Leiksýningin Istan verður frumsýnd í Tjarnarbíó 8.mars næstkomandi. Sýningin segir frá breska smábænum Istan þar sem dularfullt morð skekur bæjarbúa.

Þetta væri kannski ekki frá sögu færandi nema af því að sami leikarinn, Albert Halldórsson, leikur allar persónur verksins sem eru alls í kringum þrjátíu. Höfundur verksins er Pálmi Freyr Hauksson en það var fyrst sett upp sem útskriftarverk hans frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands. 

Pálma langaði að gera einhvers konar twist á hina klassísku morðgátu og datt í hug að láta einn leikara leika allar persónurnar. „Þetta er svolítið eins og Ófærð ef Ólafur Darri léki allar persónurnar.“ 

Albert segist vissulega nokkrum sinnum hafa ruglast á því hvaða persóna kæmi hvar og hvernig hún hljómaði en hefur nú þróað með sér sérstakan dans til þess að hjálpa honum með flæðið milli persóna. 

Verkið er frumsýnt 8.mars í Tjarnarbíó en hægt er að kaupa miða á tix.is. Hlustaðu á viðtalið við Pálma og Albert í spilaranum hér fyrir ofan.