Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Þríþraut fyrir fjölskylduna

Mynd með færslu
 Mynd:

Þríþraut fyrir fjölskylduna

12.05.2014 - 18:41
Þríþraut nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en hún er samsett af sundi, hjólreiðum og hlaupum.

Flestir tengja þríþraut við Járnkallinn eða Iron Man keppnina ógurlegu þar sem afreksfólk reynir gríðarlega á sitt líkamlega atgervi. En þríþraut er ekki bara fyrir afreksfólk í toppformi heldur geta allir tekið þátt. Þær Lovísa Ólafsdóttir og Þórdís Hrönn Pálsdóttir,  fulltrúar þríþrautarfélags Kópavogs komu í Síðdegisútvarpið í dag og sögðu hlustendum m.a. frá fjölskylduþríþraut sem fram fer um næstu helgi.

Við bendum hlustendum á Facebook síðu Síðdegisútvarpsins, þar er hægt að senda inn fyrirspurnir og ábendingar.