Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrír sérfræðingar skipaðir í fjármálastöðugleikanefnd

06.03.2020 - 14:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað þrjá sérfræðinga í fjármálastöðugleikanefnd sem tekur til starfa á þessu ári í samræmi við ný lög um Seðlabanka Íslands.

Bjarni hefur skipað þau Axel Hall, Bryndísi Ásbjarnardóttur og Guðmund Kristján Tómasson í nefndina. Allir varaseðlabankastjórarnir þrír eiga sæti í nefndinni og seðlabankastjórinn er formaður hennar. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV