Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Þrír létust í sjálfsmorðsárás í Afganistan

05.08.2018 - 09:13
Erlent · Afganistan · NATO
epa03649399 Afghan security officials stand guard on a roadside in Kabul, Afghanistan, 04 April 2013 as security has been intensified across the country following militants attacks at a provincial court and a Bank building in Farah province. At least 50
 Mynd: EPA
Þrír hermenn úr liði NATO létu lífið í sjálfsmorðssprengingjuárás í Afganistan snemma í morgun og þrír særðust, Bandaríkjamaður og tveir Afganar. Ekki hefur verið greint frá þjóðerni hinna látnu.

Árásin var gerð í borginni Charikar í Parwan héraði, 60 kílómetra norður af höfuðborginni Kabúl, klukkan sex að morgni að staðartíma. Talibanar hafa lýst henni á hendur sér. Sextán þúsund manna herlið er á vegum NATO í Afganistan.

Björn Friðrik Brynjólfsson
Fréttastofa RÚV