Þrír farþegar úr rútu sem fór á hliðina á sunnanverðu Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í Reykjavík. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Verið er að flytja sjö til viðbótar með sjúkrabílum á Akranes. Þeir eru minna meiddir.