Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrír fluttir á Landspítala eftir harðan árekstur

17.02.2020 - 16:10
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á þjóðvegi 1 við Stóru Giljá í A-Húnavatnssýslu á þriðja tímanum í dag. Fjórir voru í öðrum bílnum og tveir í hinum. Fólkið var allt flutt á Sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlynningar. Lögreglan óskaði eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni og er hefur þyrlu hennar verið lent á flugvellinum á Blönduósi og er gert ráð fyrir að þrír verði fluttir með henni á Landspítalann, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Bílarnir eru báðir ónýtir, að sögn Vilhjálms Stefánssonar, rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni Norðurlandi Vestra, Blönduósi. Vegurinn var lokaður á meðan bílarnir voru fjarlægðir. Hann var opnaður á ný klukkan rúmlega hálf fimm. 

Hann segir að svo virðist sem öðrum bílnum hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming og hann hafi svo lent framan á hinum, sem var ekið úr gagnstæðri átt. Þá segir Vilhjálmur að það sé hálka á veginum og krapi í vegköntum. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Mynd með færslu
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir