Þriggja kílóa hamborgari til heiðurs keisara

31.03.2019 - 17:58
Erlent · Asía · Japan
epa07018344 Japan's Crown Prince Naruhito attends a ceremony to launch a light-show projected on the Eiffel Tower honoring Japan, during his official visit  in Paris, France, 13 September 2018.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
Naruhito, krónprins Japans og verðandi keisari. Mynd: EPA
Veitingastaður í Tókýó í Japan býður upp á risastóran og einkar vel útilátinn hamborgara í tilefni af því að nýr keisari tekur brátt við í landinu. Hamborgarinn er þrjú kíló, 25 sentimetrar að breidd og um 15 sentimetrar á hæð. Mælt er með því að sex til átta borði hamborgarann saman.

Akihito, keisari Japans, lætur af embætti í lok næsta mánaðar og sonur hans, Naruhito krónprins, tekur við. Akihito er orðinn 85 ára, hefur verið við völd í yfir 30 ár og notið töluverðra vinsælda.

Hamborgarabrauðið er gyllt og á borgaranum er meðal annars gæsalifur og jarðsveppir. Honum fylgir svo vínflaska. Hamborgarinn verður í boði á virtu veitingahúsi í hverfinu Roppongi og kostar 100.000 jen, sem samsvarar um 110.000 íslenskum krónum, að því er Japan Times greinir frá.

Mánaðamótin apríl, maí eru alltaf mikil tímamót í Japan. Þá hefst nýtt fjárhagsár, nýtt skólaár og ef fólk skiptir um starf, byrjar það í nýja starfinu um þessi mánaðamót, líkt og krónprinsinn gerir.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi