Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Þriðja umræða um kosningaaldur stendur enn

23.03.2018 - 16:25
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Þriðja umræða um frumvarp um að miða kosningarétt til sveitarstjórnar við 16 ár, en ekki 18 ár eins og nú er, stendur enn á Alþingi. Það eru andstæðingar frumvarpsins sem helst taka til máls enn sem komið er.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og fór fram á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd yrði kölluð saman til fundar til að fara yfir ábendingar Sambands íslenskra sveitarfélaga um að Evrópuráðið ráðleggi almennt að breyta ekki kosningalöggjöf einu ári fyrir kosningar. Vildi Jón að ráðherra yrði kallaður til fundarins.

Hópur ungmenna hefur fyllt þingpalla á meðan á umræðunni hefur staðið. Enn er óljóst hvenær atkvæðagreiðsla um málið muni fara fram.