Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þriðja sería á Ófærð nú þegar í vinnslu

Mynd:  / 

Þriðja sería á Ófærð nú þegar í vinnslu

18.12.2018 - 22:29

Höfundar

Ófærð tvö, nýja seríu hinna geysivinsælu þátta, er þegar búið að selja til fjölda erlendra sjónvarpsstöðva. Vegna mikils áhuga eru höfundar byrjaðir á seríu þrjú. Margt var um manninn í Bíó paradís í kvöld á hátíðlegri forsýningu á fyrstu tveimur þáttum nýrrar seríu Ófærðar.

Fyrri sería sló áhorfsmet og fékk glimrandi viðtökur erlendis. Áhuginn er ekki síðri fyrir þeirri seinni sem brátt fer í almennar sýningar, segir Baltasar Kormákur, leikstjóri þáttanna. „Frakkland og Þýskaland eru mjög stór, Bretland er mjög stór, í Ástralíu er þetta feykilega vinsælt. Ég er að hitta fólk sem er að koma hingað frá Ástralíu út af þáttunum. Öll Skandinavía, Danmörk og Noregur. Ég get haldið áfram að telja svona í allt kvöld, þetta eru svo ótrúlega mörg landsvæði. Allir sem voru með seríuna held ég að hafi keypt hana aftur og rúmlega það.“

Enn stór saga eftir

Hann segir að sería þrjú sé þegar í pípunum. „Það hefur verið tekið svo vel í tvö að við ákváðum að byrja. Við erum byrjaðir að skrifa umgjörðina, ramman að þrjú. Við erum ekki komnir lengra. Okkur langar til þess að ef tvö gengur eins vel og útlit er fyrir að geta komið fyrr með þrjú, að það þurfi ekki að líða svona langt á milli,“ segir Baltasar. „Það er enn þá stór saga eftir í þessum karakterum.“

Ófært í sálarlífi persónanna

Framleiðsla annarrar seríu var umfangsmeiri en á þeirri fyrri og kostnaður meira en milljarður króna, segir Sigurjón Kjartansson, framleiðandi þáttanna og handritshöfundur. Þá sé önnur sería að ýmsu leyti frábrugðin þeirri seinni.„Hún byggir ekki á þessu þrönga rými sem fyrri serían var, sem var þessi litli bær og allt ófært og enginn komst út. Hér er meira ófært í sálarlífi aðalpersónanna,“ segir hann. Við förum dálítið í kringum bæinn samt, við höldum okkur við Siglufjörð og nágrenni.“

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Allt leikur á reiðiskjálfi í Ófærð 2

Sjónvarp

Ófærð á lista BBC yfir mest spennandi þætti