Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þrettán úr sömu fjölskyldu létust

20.12.2017 - 14:24
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia
Að minnsta kosti 19 létu lífið og 25 særðust í loftárás Rússa á íbúðahverfi í bænum Maarshurin í Idlib héraði norðvesturhluta Sýrlands í dag. Meðal hinna látnu eru þrettán úr sömu fjölskyldu, þar af sjö börn. Bærinn er undir yfirráðum uppreisnarmanna. Rrússneskar árásarflugvélar skutu þar spengjum á nokkur hús.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV