Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Þrettán sveitarfélög gegn áfengisfrumvarpi

17.03.2017 - 19:00
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Bæjarstjórnir Akranesskaupstaðar og Ísafjarðarbæjar mótmæltu, hvor um sig á fundum, í vikunni frumvarpi um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak sem lagt hefur verið fram á Alþingi.

Bæjarstjórnarmenn á Ísafirði vísa til þess í umsögn sinni að í 20 ár hafi sveitarfélög eflt forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna með góðum árangri.

Íslenskir unglingar séu ólíklegri en evrópskir unglingar almennt til að drekka áfengi og það sé ekki sjálfsagt. Einsýnt sé að með breytingum sé aðför gerð að góðum árangri forvarnastarfsins. Kollegar þeirra á Akranesi taka í sama streng og hvetja alþingismenn til að taka tillit til ábendinga landlæknis og heilbrigðisstarfsmanna þegar þeir gera upp hug sinn um frumvarpið. 

AKranesbær hefur skilað umsögn um frumvarpið til Alþingis eins og ellefu sveitarfélög til viðbótar - Akureyri, Flóahreppur, Fljótsdalshérað, Hafnarfjarðarbær, Hvalfjarðarsveit, Hornafjörður, Hrunamannahreppur, Vogar, Sandgerðisbær, Seltjarnarnesbær og VOpnafjarðarhreppur. Öll eru andvíg því að frumvarpið verði samþykkt