Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrettán látnir eftir sprengingu í olíuflutningabíl

25.01.2020 - 21:47
epaselect epa08155483 Firefighters work in the area where a truck exploded, in the district of Villa El Salvador, in southern Lima, Peru, 23 January 2020. The explosion of the tanker that carried gas left at least one dead and more than 50 wounded on Thursday, dozens of them with serious burns. The accident occurred after the truck suffered a damage when passing through an avenue that, according to the neighbors, had a large pothole that damaged the tank and caused the gas leak, which the driver tried desperately to control, as they showed Images recorded by witnesses.  EPA-EFE/Paolo Aguilar
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Tala látinna er komin upp í þrettán eftir að sprenging varð í olíuflutningabíl í Lima, höfuðborg Perú, á fimmtudag. Meira en 50 manns slösuðust og liggja margir á sjúkrahúsi með mikil brunasár.

Olíuflutningabíllinn var með yfir tíu þúsund lítra af eldsneyti í tankinum, en hann er talinn hafa sprungið eftir að leiðsla losnaði þegar hann fór yfir hraðahindrun. Sprengingin var gríðarleg og kveikti elda sem eyðilögðu nærliggjandi hús og bíla í Villa El Salvador-hverfinu í Lima.

Meðal þeirra sem létust eru börn sem voru í grennd við götuna. Bílstjórinn var talinn af í fyrstu, en í tilkynningu frá yfirvöldum í dag kom fram að hann hafi lifað sprenginguna af. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV