Þórhallur gefur kost á sér

31.01.2012 - 08:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands.

Hann mun síðar í vikunni kynna heimasíðu framboðsins.

Í tilkynningu frá Þórhalli segir: „Að vel ígrunduðu máli og eftir ítarlegt samtal við kjörmenn bæði leika og lærða hef ég undirritaður nú ákveðið að gefa kost á mér til þessa embættis. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem hafa hvatt mig bæði leynt og ljóst til að taka þessa ákvörðun.“ Hann telji það vera hlutverk biskups Íslands að lyfta kirkjunni fram, gera hana sýnilegri, efla hana og þjóna henni.

Áður hafa fimm aðrir lýst yfir framboði til embættis biskups Íslands. Þau eru: Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, Þórir Jökull Þorsteinsson prestur, Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi