Þórður er nýútskrifaður leikstjóri frá National Film and Television School í Bretlandi, og stundaði áður nám við Kvikmyndaskóla Íslands. Útskriftarmynd hans Brothers hlaut í sumar sérstaka viðurkenningu dómnefndar á stuttmyndahátíð í Palm Springs í Kaliforníu.
Nordic Talents er svokölluð „pitchkeppni“ þar sem nýútskrifaðir kvikmyndanemar kynna verkefni sem þeir hafa í þróun. Verkefni Þórðar ber heitið Stuck in Dundalk.
Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson var í dómnefnd keppninnar í ár, en hann hefur sjálfur hlotið verðlaunin fyrir kvikmyndina Eldfjall.
See the winners of Nordic Talents 2015: Special Mention: Lina Flint and Gustav Møller for "The Guilty" (DK) and Pitch Prize winner Thordur Palsson for "Stuck in Dundalk" (IS). Congratulations!
Posted by Nordisk Film & TV Fond on Friday, 4 September 2015