Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Þoli ekki orðið tittlingur“

Mynd: RÚV / RÚV

„Þoli ekki orðið tittlingur“

04.09.2019 - 13:03

Höfundar

Keppendur skemmtiþáttarins Kappsmáls segja frá fyndnustu orðum íslenskunnar. Eitt orð ber af, að mati Svanhildar Hólm Valsdóttur – en það felur í sér annað orð sem hún hefur mikla andstyggð á.

Kappsmál er nýr skemmtiþáttur um íslenska tungu sem hefur göngu sína á föstudag. Í fyrsta þættinum etja þau Svanhildur Hólm Valsdóttir og Arnmundur Ernst Backman kappi við Berg Ebba Benediktsson og Rakel Garðarsdóttur.

Keppendur Kappsmáls S01E01.
Keppendur fyrsta þáttar Kappsmáls.

Stjórnendur þáttarins eru Björg Magnúsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason. Boðið verður upp á fjölbreytt og skemmtilegt hlaðborð sem tengist íslensku máli með einum eða öðrum hætti. Smelltu á spilarann til að sjá brot úr fyrsta þættinum.

Tengdar fréttir

Íslenskt mál

„Það er svolítið djúpt á þessu“

Íslenskt mál

Skemmtiþáttur fyrir alla sem fíla íslenskt mál