Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Þjóðverjar samþykktu neyðaraðstoð

27.02.2012 - 17:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Þýska þingið samþykkti síðdegis neyðaraðstoð fyrir Grikkland með yfirgnæfandi meirihluta.

Fréttaskýrendur í Þýskalandi áttu von á að Merkel kanslari yrði að treysta á stjórnarandstöðuþingmenn til að koma málinu í gegn, þar sem fjöldi þingmanna úr röðum stjórnarflokkanna hefur lýst andstöðu við að milljörðum evra verði varið í aðstoð við Grikkland. Að lokum fór þó svo, að 496 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 90 gegn. Fimm sátu hjá. Útkoman þykir sigur fyrir Merkel. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom skoraði hún á þingmennina að styðja aðgerðirnar. Það kynni að hafa alvarlegri afleiðingar en nokkurn grunaði ef gríska ríkið yrði gjaldþrota.