Þjóðverjar flytja lið sitt frá Írak

07.01.2020 - 08:36
Erlent · Afríka · Írak · Íran · Þýskaland
epa07572676 (FILE) - A German army trainer shows a  Kurdish Peshmerga soldier how to use a machine-gun during a training exercise at the Bnaslawa training camp in Erbil, the capital of Kurdistan region on 09 March 2016 (reissued 15 May 2019). German media reports on 15 May 2019 state Germany will halt training of Iraqi military personnel due to increasing tensions in the region. The move that includes partners of the anti-IS coalition is said to be precautionary, there is no information regarding possible plans of attacks against  German military targets in the region.  EPA-EFE/AHMED JALIL
Þýskir hermenn þjálfa liðsmenn Kúrda í Erbil í Kúrdahéruðum Íraks. Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýskir hermenn hafa verið fluttir frá Írak af öryggisástæðum vegna þeirrar spennu sem myndast hefur eftir að Bandaríkjamenn drápu íranska herforingjann Qasem Soleimani. 

Tímaritið Spiegel greinir frá þessu og segir að 32 þýskir hermenn hafi þegar verið fluttir frá Írak til Jórdaníu. Um 120 þýskir hermenn hafi verið við störf víðs vegar um Írak en samkvæmt bréfi frá ráðherrum utanríkis- og varnarmála til formanna þingnefnda á þýska þinginu eigi að flytja þorra liðsins til Jórdaníu og Kúveit, þar á meðal frá Bagdad og Taji.

Í bréfi sínu staðfesta ráðherrarnir að viðræður séu í gangi við stjórnvöld í Bagdad um framtíð þýska herliðsins í Írak. Þjóðverjar muni virða ákvarðanir Íraks sem fullvalda ríkis, en vera reiðubúnir til að halda áfram að starfa þar innan ramma alþjóðasamfélagsins sé það ósk stjórnvalda í Bagdad.