Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Þjóðin komi að ákvörðunum Alþingis

04.03.2014 - 08:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins innan stjórnarflokkannn sé nú rætt um með hvaða hætti þjóðin geti komið að ákvörðunartöku þingsins í kjölfar átakanna um að slíta viðræðunum við ESB.

Hann segir að tillagan um að slíta viðræðunum endurspegli vilja ríkisstjórnarinnar og engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta þeirri ákvörðun. Hann segir að læra megi mikið að þeim dögum sem liðnir sé frá því að tillaga stjórnarinnar um að slíta viðræðunum við ESB var lögð fram. Það sé  mjög óæskilegt að svo harkaleg  átök verði um mál sem ríkisstjórnin sé með á dagskrá. Hann veltir því fyrir sér hvort tillöguna hafi borið of hratt að í kjölfar umræðnanna um skýrsluna um ESB. 

Umræðana síðustu daga hafi fyrst og fremst snúist um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðunum Alþingis. Innan stjórnarflokkanna sé verið að ræða um það hvort mögulegt sé að finna einhverja leið til að tryggja slíka aðkomu. Engin niðurstaða sé komin en næstu dagar verði nýttir í þessa umræðu.
Bjarni segir grundvallarmun á því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem séu ekki á dagskrá Alþingis og ákvarðanna sem þingið hafi tekið. Rætt er við Bjarna í Speglinum.