Þingrofsréttur frá forsætisráðherra

05.06.2012 - 13:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum ráðherra, sagði á Alþingi í dag að það væri hans skoðun að þingrofsrétturinn væri hjá forsætisráðherra, hver sem það væri.

Sagði Guðlaugur Þór það dapurlegt að þingmenn hefðu ekki nýtt tímann betur til þess að skýra þá þætti stjórnarskrárinnar sem væru óljósir.

Og hann sagði það ömurlegt að þingmenn hefðu ekki náð saman um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Guðlaugur Þór sagði það ekki á verksviði þingsins að þvælast inn í forsetakosningar en vildi engu að síður koma þessum skoðunum sínum á framfæri.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi